X tónlist
X tónlist
00:00 - 07:00

Núna

Suki Waterhouse

Supersad

Næst

The Smile

Friend Of A Friend

Hlusta í beinni

Skráning: Streetball mót X977

X977 skrifar
Skráning: Streetball mót X977
Streetball mót X977 verður haldið laugardaginn 15 júní á Klambratúni.

X977 og KKÍ í samstarfi við Subway, Útilíf og Egils Orku, halda Streetballmót laugardaginn 15 júni á Klambratúni, heimili götuboltans á Íslandi!

Spilað verður 3 á 3 en hvert lið má innihalda 4 leikmenn. Ath að úrvals deildarleikmenn og 1 deilda leikmenn og að gefnu tilefni þeir sem hafa spilað á háskólastigi erlendis eru ekki gjaldgengir í mótið, nema í brekkuna.

Aðeins komast 24 lið að í mótið og eru peningaverðlaun ásamt veglegum vinningum frá samstarfaðilum í boði fyrir efstu þrjú sætin.

Sá Raunverulegi, Tommi Steindórs og Véfréttin, Sigurður Orri, verða á staðnum og passa uppá skrefin og tvígripin og krýna loks Íslandsmeistara götubolta 2024.

Skráðu þig og þitt lið hér fyrir neðan, skelltu þér í Basket, svissaðu þrist og slammaðu við alvöru tónlist á Klambratúni 15 júní, með X977.

Fleiri greinar