Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag.
Kosningabaráttan vekur einnig vangaveltur um athyglisverða nýjung í prófkjörsbaráttu á Íslandi sem gæti ráðið úrslitunum; vettvangur samfélagsmiðla og stuðningur áhrifavalda.