„Hjá okkur getur fólk komið inn og fatað sig upp frá toppi til táar í vinnufatadeildinni og fengið fatnaðinn merktan á meðan það þiggur einn kaffibolla, klárað svo hringinn í verkfæradeildinni og mætt klárt í vinnu með allt til alls. Við opnum klukkan 7.30 alla virka morgna og á laugardögum klukkan 8. Við vitum að fagfólkið fer snemma af stað,“ segir Þórður M. Kristinsson, framkvæmdastjóri verfæraverslunarinnar Sindra.