Skálmöld spilar allar hljóðversplöturnar sínar sex á þremur kvöldum í Eldborg í nóvember á næsta ári. Sveitin tilkynnti þetta í þætti Ómars Úlfs á X-inu rétt í þessu.
Jón Gnarr, grínisti og annar þáttastjórnenda hlaðvarpsþáttanna Tvíhöfða, tilkynnti á „grafalvarlegum“ blaðamannafundi í gær að hann hyggist missa 25 kílógrönn fyrir nýársdag. Þá snerti hann á ýmsum málum sem hafa gert honum erfitt fyrir síðustu mánuði, þar á meðal tognun á hné, hægðatregða og þyngdaraukning.
Boðið verður upp á þriggja daga rokkveislu í Stykkishólmi í júní á næsta ári þegar þungarokkshátíðin Sátan fer fram. Margar af fremstu þungarokkshljómsveitum landsins koma fram ásamt vel völdum erlendum hljómsveitum.
Eftir skemmtilega og fjöruga keppni lauk leiknum Leikið um landið á fimmtudag en þar skoraði starfsfólk Bylgjunnar, FM957 og X977 á hvert annað í skemmtilegum þrautabrautum víða um land.
Spennan er í hámarki fyrir lokadag leiksins Leikið um landið en kvöld ráðast úrslitin. Þegar keppnin hélt áfram í gærmorgun leiddi lið FM957 keppnina en bæði Bylgjan og X977 voru skammt undan og því ljóst að staðan gæti breyst í lok dags.
Lið FM957 leiðir áfram keppnina í leiknum Leikið um landið en annar keppnisdagurinn var í gær þriðjudag. Í leiknum skorar starfsfólk Bylgjunnar, FM957 og X977 á hvert annað í skemmtilegum þrautabrautum víða um land.
Leikurinn Leikið um landið hófst í gær og stendur yfir fram á fimmtudag. Þar skorar starfsfólk Bylgjunnar, FM957 og X977 á hvert annað í skemmtilegum þrautabrautum víða um land.
Lið FM957 sigraði fyrstu þrautina í leiknum Leikið um landið sem fór fram fyrr í dag. Í leiknum skora Bylgjan, FM957 og X977 á hver aðra í skemmtilegum þrautabrautum víða um land.
Bylgjan, FM957 og X977 hafa skorað á hver aðra í þrautabraut Leikið um landið. Þrjú vel mönnuð lið lögðu af stað í dag í fjögurra daga hringferð þar sem stórskemmtilegar áskoranir bíða þeirra víða um land og við ætlum ekki að missa af neinu.
Duff McKagan bassaleikari Guns N' Roses og Susan-Holmes McKagan verða með tónlistarþáttinn Three Chords & The Truth klukkan tíu öll fimmtudagskvöld á X-977. Þátturinn er endurfluttur alla sunnudagsmorgna á slaginu níu.
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson virðist ekki hættur að spila þrátt fyrir að hafa ekki spilað fótbolta síðan í maí 2021. Hann virðist stefna á að spila í Katar eða í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.
Íslandsmeistaramótið í götubolta í boði X-ins 977 fór fram um helgina á Klambratúni í Reykjavík. Tuttugu lið tóku þátt og spiluðu upp á verðlaunafé sem samtals nam 242 þúsund krónum.
Einar Jóhann Lárusson, bátasmiður er einn þeirra átta iðnaðarmanna sem valdir voru af dómnefnd til úrslita í Iðnaðarmanni ársins 2023. Útvarpsstöðin X977 stendur fyrir keppninni í samstarfi við Sindra.
Adam Kári Helgason rafvirki er einn þeirra átta iðnaðarmanna sem valdir voru af dómnefnd til úrslita í Iðnaðarmanni ársins 2023. Útvarpsstöðin X977 stendur fyrir keppninni í samstarfi við Sindra.
Götuboltamót X977 og KKÍ fer fram á laugardaginn 10. júní á Klambratúni, heimili götuboltans á Íslandi. Skipulagið er einfalt, fjórir leikmenn í liði og þrír inná í einu, spilað í riðlum og tvö efstu liðin fara áfram í útsláttarkeppni.
Simmi smiður er einn þeirra átta iðnaðarmanna sem valinn var af dómnefnd til úrslita í Iðnaðarmanni ársins 2023. Útvarpsstöðin X977 stendur fyrir keppninni í samstarfi við Sindra.
Sandra Ósk Ben Viðarsdóttir, rafvirki og vélstýra er ein þeirra átta iðnaðarmanna sem valin var af dómnefnd til úrslita í Iðnaðarmanni ársins 2023. Útvarpsstöðin X977 stendur fyrir keppninni í samstarfi við Sindra.
Harpa Kristjánsdóttir er ein þeirra átta iðnaðarmanna sem valin var af dómnefnd til úrslita í Iðnaðarmanni ársins 2023. Útvarpsstöðin X977 stendur fyrir keppninni í samstarfi við Sindra.
Tinna Björk Halldórsdóttir, skrúðgarðyrkjufræðingur er ein þeirra átta sem valin voru af dómnefnd í úrslit Iðnaðarmanns ársins 2023 á X977 í samstarfi við Sindra.
X977 og Sindri leita nú að Iðnaðarmanni ársins 2023. Fjöldi ábendinga um flinka iðnaðarmenn bárust dómnefndinni sem hefur legið undir feldi síðustu daga. Átta einstaklingar þóttu skara fram úr og nú gefst lesendum kostur á að kjósa á milli þeirra.
„Ég mun ekki gefa upp nákvæmlega hvernig ég fékk þessar upplýsingar staðfestar eða hverja ég talaði við en ég get sagt að ég hefði aldrei komið fram með þessar ásakanir ef ég hefði ekki verið búinn að fá þetta allt saman hundrað prósent staðfest,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður í samtali við Vísi.