X tónlist
X tónlist
00:00 - 12:00

Núna

Mudhoney

Almost Everything

Næst

Oasis

Live Forever

Hlusta í beinni

Bassaleikari Guns N' Roses með tónlistarþátt á X-977

Ómar Úlfur Eyþórsson skrifar
Bassaleikari Guns N' Roses með tónlistarþátt á X-977
Duff McKagan bassaleikari Guns N' Roses og Susan-Holmes McKagan verða með tónlistarþáttinn Three Chords & The Truth klukkan tíu öll fimmtudagskvöld á X-977. Þátturinn er endurfluttur alla sunnudagsmorgna á slaginu níu.

Í þáttunum velja hjónin Duff og Susan lög sem endurspegla hinn sanna anda rokksins. Þau segja sögur frá tónleikaferðalögum, skyggnast á bakvið tjöldin og segja safaríkar sögur úr heimi rokksins. Fyrsti þátturinn fór í loftið fimmtudaginn 24. ágúst.

Duff McKagan er einn af stofnmeðlimum sveitarinnar en sagði skilið við Guns N' Roses árið 1997 eftir tólf stormasöm ár. Hann sat þó ekki auðum höndum því hann lék á bassa í súpergrúppunni Velvet Revolver með fyrrum félögum sínum úr Guns & Roses þeim Slash og Matt Sorum og lék um tíma á gítar með Seattle sveitinni Alice In Chains.

Eftir að Guns N' Roses voru vígðir inn í frægðarhöll rokksins ákvað upprunalega bandið að koma saman aftur og hófu tónleikaferðalagið Not In this Lifetime sem stóð frá 2016 -2019. Bandið lék á Laugardalsvelli árið 2018 og segir Duff að allir meðlimir Guns & Roses hafi kolfallið fyrir landi og þjóð.

Hjónin Duff og Susan eru að túra með Guns N' Roses um þessar mundir og taka þættina sín upp víðsvegar um heiminn.

Góð tónlist, geggjaðar sögur og bara hundrað prósent rokk og ról öll fimmtudagskvöld á X-977 klukkan tíu. Stillið viðtækin rétt!

Fleiri greinar