Púlsinn

Púlsinn 28. júní

Night & Day hátíðinni sem átti að halda við Skógarfoss hefur verið aflýst.Hljómsveitin The XX hafði veg og vanda af hátíðinni. Ástæðan er sögð vera sú staðreynd að Skógarfoss og umhverfi hans var nýverið sett á umhverfisminjaskrá og ekki sé hægt að tryggja að hátíðin skilji ekki eftir sig ummerki. Night & Day átti reyndar að fara fra við Seljalandsfoss en líklega er bara um villu að ræða í frétt NME um málið.

Nú styttist óðum í hina stórkostlegu Eistnaflugshátíð en dýrðin verður haldin í Neskaupsstað 5 - 8 júlí næstkomandi. Okkar eigin Frosti Logason mun hita upp fyrir hátíðina með tveimur dúndursérþáttum næstu 2 miðvikudagskvöld í samstarfi við Bola. Þættirnir byrja kl 11:00 og geta heppnir hlustendur tryggt sér miða á hátíðina með því að hlusta. Miðasala á Eistnaflug er á Tix.is.

Hljómsveitin ATOMSTATION hefur sent frá sér nýtt lag eftir 9 ára þögn.  Lagið ber nafnið „Ravens of Speed“ og er fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar sem er væntanleg síðar á árinu.  Platan mun bera nafnið „BASH“ og er tekin upp í Cassette Recordings í Los Angeles í mars síðast liðnum af þeim Joshua Hawksley og Scott Hackwith, sem meðal annars hefur starfað með Iggy Pop, hljómsveitinni Dig o.fl., auk þess að stjórna upptökum hjá hinum goðsagnakenndu Ramones.  

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Straumur

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.