Púlsinn

Púlsinn 23. júní

Hljómsveitin Kiriyama Family ætlar að fagna útgáfu annarar breiðskífu sinnar Waiting For… með veglegum útgáfutónleikum í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 23.júní 2017.

Kiriyama Family hefur verið þekkt fyrir líflega og vandaða tónleika. Hljómsveitin hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi allt frá útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar sem kom út árið 2012.

Fjöldi gestahljóðfæraleikara munu koma fram ásamt hljómsveitinni til að flytja nýja verkið ásamt eldri lögum. Upphitun mun vera í höndum nýkrýndra sigurvegara Músiktilrauna 2017, Between Mountains.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 20:30

Núna í kvöld hefst tónleikaröð í fallegasta þorpi landsins, Hvolsvelli. Krakkarnir hjá Midgard adventure ætla að hlaði í fyrstu tónleika sumarsins í Midgard Base Camp. Söngfuglarnir úr Ylju, Bjartey og Gíga fylla hjörtu áhorfenda af ómþýðum söng og hugljúfum gítarleik. Tónleikarnir hefjast kl 20:30 og verða í boði hússins og Ölgerðarinnar. Því verður FRÍTT inn! Snorri Helgason mætir svo á Hvolsvöllinn fagra 13. júlí.

Hljómsveitin HAM tryllti lýðinn á Húrra í gær enda var verið að fagna útgáfu plötunnar Söngvar um helvíti mannanna. HAM liðar endurtaka svo leikinn á sama stað í kvöld. DJ Reynir hefur leik um 9 leytið og kl 10 vaða HAM á svið.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.