Púlsinn

Púlsinn 30. maí

Reykjavík Ink kynnir með stolti í 12. sinn The Icelandic Tattoo Convention 

Tattoo – Music Festival 
Dagana 2-3-4. júni verður í 12. sinn haldin The Icelandic Tattoo Convention.  Þetta orðinn árlegur menningarlegur viðburður í miðborg Reykjavíkur.
Hátíðin verður haldin í stórglæsilega Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2a.

Er þetta alþjóðlega hátíð og koma flúrararnir allstaðar að úr heiminum. 

Það verður mikið um dýrðir og er þetta viðburður sem hvaða flúr- eða listaunnandi ætti ekki að láta fara frammhjá sér fara. Þetta er stærsta húðflúrsstofa landsins þessa helgi.

Tímapantanir fara fram á hátíðinni sjálfri einnig er hægt að hafa beint samband við flúrarna sjálfa gengum e-mail, en allar uppýsingar eru á The Icelandic Tattoo Convention Facebook síðunni.

Nú styttist í útgáfutónleika Dimma vegna plötunnar Eldraunir sem nú þegar hefur hlotið prýðilegar viðtökur og fína dóma. Tónleikarnir verða í Háskólabíó 10. júní og eins og á öllum útgáfutónleikum Dimmu verður öllu til tjaldað. Hlustendur X-977 geta nælt sér í plötuna og miða á útgáfutónleikana með því að hlusta. X-977 og Dimma - Þar sem að rokkið rokkar.

Foo Fighters eru í góðum fíling þessa dagana. Þeir léku á Bottlerock hátíðinni á sunnudagskvöldið og voru að taka lokalagið Everlong þegar slökkt var á öllu. Þetta gerðist á slaginu 10 um kvöldið vegna takmarkanna sem hátíðin varð að hlýða. Foo Fighters héldu áfram og kláruðu lagið. Fagmenn.

jómsveitin Vök fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar með útgáfutónleikum í Gamla Bíói fimmtudagskvöldið 8. júní 2017.

Vök hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá því að þau unnu Músíktilraunir 2013. Síðan þá hefur sveitin sent frá sér tvær stuttskífur (EP) og hefur lögum þeirra verið streymt yfir 10 milljón sinnum á Spotify.

Sveitin verður sjóðandi heit á þessum útgáfutónleikum eftir fjögurra vikna tónleikaferð um Evrópu.

Auður hitar upp

Forsala miða er á Tix.is

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Ómar Úlfur
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 23:00Gufuvélin
  • 23:00 - 00:00Funkþátturinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.