Púlsinn

Púlsinn 9. maí

The National hafa sett dularfulla stiklu á internetið. Sveitin treður upp á Glastonbury í sumar og það stefnir í að þeir flytji nýtt efni á tónleikunum. Talið er að ný plata komi jafnvel í sumar en aðdáendur The National hafa beðið síðan 2013 eftir nýrri plötu.

Hljómsveitin Sigur Rós býður þér að fara “Norður og Niður” í Reykjavík milli jóla- og nýárs.

Í sex daga mun Sigur Rós taka yfir Hörpu, fylla hana af músík, list og viðburðum ásamt því að koma fram sjálf á fernum tónleikum í Eldborg dagana 27, 28, 29 og 30. desember.

Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu verða þeir síðustu á 18 mánaða tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um heiminn sem hófst um mitt síðasta ár.  Þá verða liðin 5 ár síðan hljómsveitin kom fram á Íslandi.

1.500 manns komast á hverja tónleika Sigur Rósar í Eldborg og geta áhugasamir keypt tvo miða hver á eina tónleika gegn framvísun skilríkja við afhendingu miða.
Norður og Niður mun hýsa tónlistarviðburði, innsetningar, dans, kvikmyndasýningar og óvæntar uppákomur vina og samverkafólks Sigur Rósar í gegnum tíðina í öllum mögulegum og ómögulegum plássum sem finna má í Hörpu.

The Killers munu leika á einum tónleikum á Bretlandi þetta sumarið. British Summer Time hátíðin fer fram í Hyde Park 8 júlí. Mew, Cold War Kids, White Lies og Elbow verða sömuleiðis á svæðinu.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Ómar Úlfur
  • 16:00 - 18:00Akraborgin
  • 18:00 - 20:00Kronik
  • 20:00 - 22:00Orri Freyr
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkur