Púlsinn

Púlsinn 2 maí

Hljómsveitin Mammút sendir frá sér sína fjórðu breiðskífu 14. Júlí nk. Í dag kemur út fyrsta smáskífa plötunnar sem ber heitið ‘Breathe Into Me’ og gefur góða mynd af því breiðskífunni sem hefur hlotið nafnið ‘Kinder Versions’.

Mammút skrifaði nýverið undir útgáfusamning við Breska útgáfufyrirtækið Bella Union sem gefur plötuna út utan landsteinanna en það er Record Records sem gefur út á Íslandi líkt og áður.


Nýjasta plata Ásgeirs, Afterglow kemur út á heimsvísu  föstudaginn. Ásgeir sló eftirminnilega í gegn með dýrð í dauðaþögn og hafa fjölmargir gagnrýnendur sem hafa heyrt nýju plötuna hlaðið hana lofi. Hægt er að hlusta á plötuna í heild sinni á vef bandarísku útvarpsstöðvarinnar NPR

Deftones tróðu upp á tónlistarhátíð í Belgíu á dögunum. Þegar aðeins nokkrar mínútur voru liðnar af gigginu þá brákaði Chino Moreno aðra löppina en kláraði samt tónleikana. Sveitin aflýsti í kjölfarið einum tónleikum í Köln en ætla síðan að halda áfram tónleikaferðalaginu. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 23:00Saga Nazari
  • 23:00 - 00:00Funkþátturinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.