Púlsinn

Púlsinn 17. mars

Meðlimir Red Hot Chili Peppers hafa valið íslensku hljómsveitina Fufanu til að hita upp fyrir sig á tónleikum sínum í Nýju-Laugardalshöllinni þann 31. júlí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live.

Hér er á ferðinni ein efnilegasta sveit landsins sem er nú þegar farin að vekja mikla og jákvæða athygli víða um heim. Þeir gáfu út plötuna Sports í febrúar af plötunni hafa verið gefin út þrjú lög og myndbönd; Sports, Bad Rockets og Liability.

Fufanu var persónulegt val strákanna í Red Hot Chili Peppers sem lögðust sjálfir í rannsóknarvinnu, kynntu sér hina blómlegu íslensku tónlistarsenu og báðu svo í kjölfarið sérstaklega um Fufanu segir á vísi.

Tónlistarfólk sem dreymir um að komast á toppinn á heimsvísu fær nú kjörið tækifæri því skráning í hljómsveitakeppnina Battle of the Bands er komin á fullt en Hard Rock stendur fyrir þeirri keppni. „Um leið og þú ert kominn eitthvað aðeins út fyrir landsteinana þá getur alltaf eitthvað gerst,“ segir Stefán magnússon framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi,  sem telur keppnina vera stórgott tækifæri fyrir þá sem vilja koma sér á framfæri á alþjóðlegum vettvangi. Skráning Facebook-síðu Hard Rock á Íslandi. Þess má geta að hægt er að skrá sig í Battle of the Bands hér á landi til 31. mars. Að sögn Stefáns fer skráning vel af stað segir á vísi

Púlsinn minnir á kynngimagnaða helgardagskrá X-977. Í fyrramálið kl 9 er það endurflutningur á bestu molum Harmageddon vikunnar. Kl 12 mætir Fótbolti.net í gasklefann og hip hoppið rífur þakið af kofanum kl 5 þegar að Kronik fer í loftið. Danskónna reimum við á okkur kl 22:00 þegar að partyzone taka í spilarana. Og í bland við þetta færðu ferskustu tónana á klakanum í dag.


Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Ómar Úlfur
  • 16:00 - 18:00Akraborgin
  • 18:00 - 20:00Kronik
  • 20:00 - 22:00Orri Freyr
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkur