Púlsinn

Púlsinn 27. febrúar

Niðurstöður í hávísindalegri könnun á vegum breska vísindaháskólans hafa verið kynntar. Niðurstöðurnar hafa staðfest að bassaleikarar eru miklilvægustu hljómsveitameðlimirnir og bassaleikur í lögum mikilvægasti hluti lagsins. Heilinn skynjar betur ryþma og laglínur sem leiknar eru lágum tóni og því líklegra að fólk dansi og fíla lagið þegar að bassinn er í lagi.

Óskarsverðlaunin voru afhent í nótt. Allt varð vitlaust þegar að LaLa land var fyrir mistök tilkynnt sem besta myndin en það var í raun Moonlight sem var valin besta myndin. Casey Affleck fékk óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir Manchester By The Sea enda er hann frábær í myndinni. Svo fékk fullt af minna merkilegu líka verðlaun. Til hamingju með það.

Reykjavík Folk Festival verður haldið í sjöunda skipti í ár og nú með fjölbreyttara sniði en nokkru sinni fyrr. 

Allt frá miðaldar-þjóðlagatóni hljómsveitarinnar Umbra Ensemble, til fersks blæs stúlknanna í RuGl sem tilnefndar eru til íslensku tónlistarverðlaunanna, til kórsins KÓRUS sem flytur einungis lög eftir meðlimi kórsins, en forsprakkar kórsins eru meðal annars tónlistarmennirnir Pétur Ben og tónlistarkonan Kira Kira. 

Þaðan liggur leiðin alla leið á latínslóðir sem fáir þekkja jafn vel hérlendis og Tómasar R. Einarssonar, sem býður upp á Latíntríótónleika í lok föstudagskvöldsins 

Við endum hátíðina með glæsibrag, þar sem Helena Eyjólfs mun koma fram með gamalt efni í bland við nýtt sem hún hefur unnið með Kalla Olgeirs. Sigurður Guðmundsson ásamt tveimur meðlimum memfismafíunnar setur svo punktinn yfir i-ið.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.