Púlsinn

Púlsinn 25. janúar

Mike Inez hefur staðfest, í samtali við púlsinn, að hljómsveitin Alice In Chains sé í hljóðveri að taka upp nýja plötu. Vinna við plötuna er nýhafin og segir Inez að áhersla sé lögð á að koma öllum í sama herbergi og skilja viðskiptahlið sveitarinnar eftir. The Devil Put Dinosaurs Here er seinasta plata Alice In Chains. Kom út 2013 og vakti lita athygli.

Hljómsveitin Interpol ætlar að fagna 15 ára afmæli tímamótaskífunnar Turn On The Bright Lights. Sveitin kemur til með að leika plötuna í heild sinni bæði á stökum tónleikum og tónlistarhátíðum. Interpol hafa undanfarið dvalið í heimabænum New York og tekið upp nýtt efni.

Tónlistarmaðurinn Ásgeir snýr aftur með nýtt lag „Unbound“ og kynnir útgáfu á nýrri plötu, „Afterglow“.  Rúm fjögur ár eru síðan Ásgeir gaf út frumraun sína „Dýrð í dauðaþögn“ hér á landi sem var gífurlega vel tekið en hann hefur varið síðustu tveimur árum við upptökur á nýrri plötu í Hljóðrita í Hafnarfirði. Ellefu lög er að finna á „Afterglow“ sem eru öll á ensku, að einu undanskyldu. „Unbound“ er fyrsta lagið sem Ásgeir deilir með aðdáendum sínum en lagið datt inn á plötuna á allra síðustu stundu, í raun þegar plötunni hafði verið skilað til útgefanda. Laginu var gefinn séns með þeim sjálfsettu skilyrðum að ekki yrði eytt löngum tíma í upptökur. Útkoman varð sindrandi og heillandi hljóðheimur með elektrónískum laglínum og flöktandi takti.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.