Púlsinn

Púlsinn 19. janúar

Hljómsveitin Tappi Tíkarrass hefur snúið aftur og mun leika fyrir dansi á skemmtistaðnum Húrra í kvöld. Húsið opnar kl 20:00 og mun hljómsveitin Rugl hita upp. Tappinn var nýverið í hljóðveri þar sem að sveitin tók upp 14 lög m.a lagið Spak sem er farið að heyrast á Xinu.

Stórleikarinn Patrick Stewart hefur tekið að sér nýtt hlutverk. Hann mun tala fyrir emoji kúkinn í The Emoji movie. Það er spurning um að fara að skipta um umba.

Kosningin á Vísi vegna Hlustendaverðlaunanna líkur á morgun og því um að gera að hafa hraðar hendur og kjósa það sem að þér fannst standa uppúr á tónlistarárinu 2016.

Verðlaunin verða svo afhent í glæsilegri tónlistarveislu í Háskólabíó, 3. febrúar næstkomandi í beinni útsendingu á Stöð 2 þar sem að fjöldi listamanna kemur fram
Tilnefningar til Hlustendaverðlaunanna hafa verið gerðar opinberar og stendur nú kosning yfir á Vísir.is, þar sem hlustendur Bylgjunnar, FM957 og X977 kjósa það sem þeim fannst skara fram úr á tónlistarárinu 2016.


Bóndadagurinn 2017

Í tilefni þess að Bóndagurinn nálgast ætlar X-ið977 að gefa frábæra gjöf fyrir frábæra bónda!
Málið er einfalt .. farðu inn á facebook síðu X-ins og skráðu þig eða Bóndann og hinn heppni fær:
Gjafapakki frá Skeggjaður.is
Þriggja mánaða áskrift af stöð 2 sport
Kapteinninn gefur gjafapakka
Laufdal húfu og Boga vettlinga frá Cintamani
Jam audio í samstarfi við ELKO gefa Jam Symphony hátlara

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.