Púlsinn

Púlsinn 16. janúar

Tónlistarkonan Soffía Björg gefur út sína fyrstu plötu rafrænt í þremur hlutum á þremur mánuðum.  Platan kemur svo út í heilu lagi á vínyl og geisladisk þann 13. apríl.

Fyrsti hlutinn er nú komin út rafrænt á tonlist.is, Spotify, iTunes, Music, Tidal, Deezer ofl. og inniheldur hann lögin; Back & Back Again, Eardrum, Drink og Grateful

Plötuna tók Soffía upp með breska upptökustjóranum Ben Hillier (Blur, Elbow, Depeche Mode, Doves) í Sundlauginni á síðasta ári ásamt tónlistarfólkinu Pétri Ben, Kristofer Rodriques og Ingibjörgu Elsu. Soffía er tilfnefnd sem nýliði ársins og söngkona ársins á hlustendaverðlaununum sem verða afhent með látum í Háskólabíó 3. febrúar. Kosningin er í fullum gangi á vísi og líkur á föstudaginn.


Paul Weller fyrrum forsprakki The Jam lék lítið hlutverk í nýjasta Sherlock þættinum sem var sýndur í Bretlandi í gær. Twitter logaði um tíma þegar að bretar voru að velta því fyrir sér hvort að þetta hafi í raun verið hann. Það var svo staðfest þegar að kreditlisti þáttarins rúllaði yfir skjáinn.

Disney munu ekki notast við tölvutæknina til að endurgera Prinsess Leia í væntanlegum Star Wars myndum. Leikkonan Carrie Fisher lést úr hjartaáfalli á dögunum og hittu fulltrúar Disney lögmenn leikkonunnar á dögunum þar sem að þetta var ákveðið. Fisher hafði nýverið lokið við tökur á nýjustu Star Wars myndinni sem að verður því hennar síðasta.

Chris Cornell kom fram á góðgerðartónleikum um helgina ásamt Sting. Hugur púlsins er hjá Soundgarden söngvaranum. Svikari.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.