Púlsinn

Púlsinn 21. október

Trent Reznor er að vinna að nýju Nine Inch Nails efni. Reznor hefur unnið nær eingöngu að kvikmyndum undanfarið en sagði í viðtali á dögunum að nú væri hann kominn aftur í hljómsveitagírinn og gengi þrusuvel að semja. Það er því vonandi ekki langt í að Hesitation Mark frá 2013 verði fylgt eftir.

Það var staðfest í gær að Radiohead verða aðalnúmerið á Glastonbury næsta sumar. Emily eavis sem að sér um hátíðina segir að þeim sé að takast að troða tveggja ára virði af tónlist á næstu hátíð. Hátíðin verður hvíld sumarið 2018 þannig að túnin nái að jafna sig.Eavis segir að hvorki Daft Punk né The Stone Roses komi fram næsta sumar en háværar raddir voru uppi um að þeir sveitir kæmu fram.

Heiðar í Botnleðju ætlar að troða upp á Dillon í kvöld. Þessi mikli fagmaður mun flytja uppáhalds ´90 lögin sín og renna aðeins í Leðjunni. Tónleikarnir hefjast kl 22:00

Jólin koma snemma í ár ! Krakkarnir í Kiriyama Family höfum sett af stað söfnun fyrir útgáfu annarar plötunnar sinnar  Waiting For…Þau hafa unnið lengi að þessari plötu og með hjálp ykkar getur draumur okkar allra loksins ræst, að platan komi út.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.