Púlsinn

Púlsinn 20. október

Enski tónlistarmaðurinn John Lydon, sem var hér áður fyrr þekktur undir nafninu Johnny Rotten og er einn af helstu brautryðjendum pönksins, er væntanlegur hingað til lands í þeim tilgangi að opna nýtt Pönksafn í Bankastræti og lesa upp úr verkum sínum á Airwords, bókmenntadagskrá Iceland Airwaves-hátíðarinnar segir á vísi.is


Nú þykir afskaplega líklegt að Radiohead verði aðalnúmerið á Glastonbury hátíðinni næsta sumar. Logo sem talið er tengjast sveitinni er sýnilegt á túni Worthy Farm þar sem að hátíðin er haldin. Sveitin kom fram á Glastonbury árið 1997 og þykja það vera einhverjir mögnuðustu tónleikar sögunnar.

Keppnin um harðasta iðnaðarmann ársins er í fullum gangi. X977 í samstarfi við Würth og Bola lýsa eftir harðasta iðnaðarmanni Íslands 2016.
Já, við leitum að einum grjóthörðum eða grjótharðri sem kallar ekki allt ömmu sína.

Ert þú Harðasti iðnaðarmaður Íslands eða þekkir þú Harðasta iðnaðarmann Íslands? Skráðu þig til leiks hér að neðan og sendu okkur mynd af þér að störfum eða af þeim sem þú vilt tilnefna. Segðu okkur aðeins frá þér eða honum og hjálpaðu okkur að finna þann harðasta. 

Skráning er opinn í tvær vikur og að henni lokinni póstum við myndum og lýsingu af hverjum og einum þátttakenda inn á Vísir.is. Þar hefst síðan barátta um hver fær flest „Like“.

Frábær verðlaun frá Würth fyrir alvöru iðnaðarmenn og birgðir af ísköldum Bola sem er langbestur eftir langan vinnudag.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.