Púlsinn

Púlsinn 14. október

Ert þú Harðasti iðnaðarmaður Íslands eða þekkir þú Harðasta iðnaðarmann Íslands? Skráðu þig til leiks inná X977.is og sendu okkur mynd af þér að störfum eða af þeim sem þú vilt tilnefna. Segðu okkur aðeins frá þér eða honum og hjálpaðu okkur að finna þann harðasta. 

Skráning er opinn í tvær vikur og að henni lokinni póstum við myndum og lýsingu af hverjum og einum þátttakenda inn á Vísir.is. Þar hefst síðan barátta um hver fær flest „Like“.

Frábær verðlaun frá Würth fyrir alvöru iðnaðarmenn og birgðir af ísköldum Bola sem er langbestur eftir langan vinnudag.

Í dag er útgáfudagur sjöundu plötu Kings Of Leon, Walls eða We Are Like Love Songs . Strákarnir tóku upp í Los Angeles og fengu þeir Markus Dravs til að snúa tökkunum. Sá hefur áður unnið með Coldplay og Arcade Fire. Hægt er að hlusta á Walls á streymisveitum til að kynna sér gripinn áður en að þú kaupir plötuna.


Og meiri plötufréttir. Two Door Cinema Club hafa sent frá sér nýja plötu. Stykkið heitir Gameshow og fylgir eftir Beacon frá 2012 og það er sjálfur Jacknife Lee sem að stjórnaði upptökum en hann hefur áður unnið með REM og Bloc Party og mörgum fleirum. Alex Trimble söngvari segir að Bowie og Prince séu stærstu áhrifavaldarnir á plötu. Hægt er að hlusta á Gameshow á streymisveitum og svo á að kaupa það sem að maður fílar!

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.