Púlsinn

Púlsinn 13. október

Bandaríska tónskáldið Bob Dylan hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Sænska Nóbelsnefndin greindi frá þessu á fréttamannafundi í morgun.

Hinn 75 ára Dylan hlýtur verðlaunin fyrir textasmíð sína og framlag sitt til bandarískrar dægurtónlistar segir á vísi.is.


Kings Of Leon ætla í stóran túr um bretlandseyjar í febrúar. Sveitin hefur alla tíð átt stóran hóp aðdáenda á bretlandseyjum og samdi lagið Fans einmitt til þeirra. Nýja platan Walls kemur út á morgun og sé miðað við viðtökur fyrstu smáskífunnar, Waste A Moment, verður platan meiri smellur heldur en tvær seinustu plötur Kings Of Leon.

Dave Mustaine úr Megadeth er alltaf jafn hress. Megadeth lék á tónleikum í Illinois á dögunum og Dave var að tala í hljóðnemann þegar að einn tónleikagesturinn fór að að fara í taugarnar á rauða ljóninu. Dave var fljótur að svara fyrir sig  og þaggaði niður í félaganum með stæl enda víðfrægur vélbyssukjaftur. Tónleikagesturinn stein  hélt kjafti eftir það.

Nú eru væntanlega margir að velta fyrir sér hvað sé það frábærasti sem muni gerast í dag. Ég er með svarið. Ný stikla fyrir Star Wars Rouge One fer í loftið í dag!


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.