Púlsinn

Púlsinn 6. september

Tónleikaröðin Blikktromman hefur nú sitt annað starfsár en síðasta ár gekk vonum framar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á tónleika með nokkrum af okkar fremstu tónlistarmönnum í því nána og gæðaumhverfi sem Kaldalón í Hörpu býður uppá. Eftir tónleikana gefst gestum kostur á að sitjast niður með drykk og útsýni yfir smábátahöfnina, með góða tónlist í bakgrunninn. Ekkert vesen, bara gæði.
 
Blikktromman er slegin fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar og er það tónlistarmaðurinn Snorri Helgason leikur á fyrstu tónleikum haustsins, miðvikudagskvöldið 7. september. Listamaðurinn gaf nýlega út sína fjórðu breiðskífu, Vittu til, og sem hefur hlotið mikið lof og lagið Einsemd verið mjög vinsælt. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.

Andre 3000 og Big Boy eru að vinna að nýju efni sem Outkast. Rapparinn Gucci Mane sagði frá þessu á snapchat. Outkast gáfu seinast út plötu árið 2003, hina gríðarvinsælu Speakerboxxx/The Love Below og velflestir því klárir í nýtt efni frá þeim félögum.

Green Day ætla að skella sér í langt tónleikaferðalag árið 2017. Þeir byrja í Bretlandi og í Evrópu og íslenskir aðdáendur geta t,d séð sveitina í Osló 25 jan ef áhugi er fyrir hendi


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.