Púlsinn

Púlsinn 17. ágúst

Tuborg, Norr 11, Dominos & 10-11 kynna Hina árlegu Menningarnæturtónleikar X977 sem fara fram í portinu á bakvið Bar 11 á Hverfisgötu 18. Líkt og undanfarin ár verður boðið upp á einvalalið tónlistarfólks. Á meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum í ár verða: HAM Emmsjé Gauti Úlfur Úlfur Júníus Meyvant Dimma Gísli Pálmi og XXX Rottweiler. Síðustu ár hefur portið verið stappfullt af áhorfendum sem einnig hafa þurft að koma sér fyrir í bílastæðahúsinu gegnt sviðinu þegar að portið hefur fyllst. Að sjálfsögðu er aðgangur á tónleikana ókeypis og allir eru velkomnir.

Það er alltaf verið að kanna allan fjandann og nú hefur það verið staðfest sem að margir vissu reyndar að maður verður hamingjusamari ef að maður mætir reglulega á tónleika. Það voru nemendur Deakin háskólans í Bretlandi sem að rannsökuðu þetta og fundu áþreifanlegan mun á hamingju þeirra sem að njóta tónlistar í samneyti við vini og þeirra sem að gera það ekki. Allir á tónleika.

Það er alltaf að verða líklegra að Smashing Pumpkins komi saman í sinni upprunalegu mynd. Billy Corgan sættist fyrr á árinu við James Iha gítarleikari og bauð honum á svið með bandinu. D.arcy Wretzsky bassaleikari fékk fiðring við þær fregnir og nú hafa hún og Billy talað saman og öll dýrin í skóginum orðin vinir. Nú er því afskaplega líklega að bandið sem tók m.a upp Siamese Dreams og Mellon Collie and The infinite Sadness komi saman að nýju.

Nú er kominn útgáfudagur og titill á nýja plötu Skálmaldar. Platan heitir því ómþýða nafni Vögguvísur Yggdrasils og kemur hún út á Napalm Records 30. september næstkomandi. Ný smáskífa. Niðavellir er komin í spilun hér á Xinu og allir eru glaðir.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.