Púlsinn

Púlsinn 15. ágúst

Tuborg, Norr 11, Dominos & 10-11 kynna Hina árlegu Menningarnæturtónleikar X977 sem fara fram í portinu á bakvið Bar 11 á Hverfisgötu 18. Líkt og undanfarin ár verður boðið upp á einvalalið tónlistarfólks. Á meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum í ár verða: HAM Emmsjé Gauti Úlfur Úlfur Júníus Meyvant Dimma Gísli Pálmi Fufanu Síðustu ár hefur portið verið stappfullt af áhorfendum sem einnig hafa þurft að koma sér fyrir í bílastæðahúsinu gegnt sviðinu þegar að portið hefur fyllst. Að sjálfsögðu er aðgangur á tónleikana ókeypis og allir eru velkomnir.

Morrisey tjáði sig um heilsu sína um helgina. Fyrrum Smiths söngvarinn segir að krabbameinsmeðferðin hafi hægt á honum. Ef ég lifi, lifi ég og ef ég dey þá dey segir hann jafnframt sem er mjög Morriseylegt. Söngvarinn segist eiga heila plötu í handraðanum en að hann sé að leita að dreifingaraðila. Samband hans við plötufyrirtæki sín eru alræmd og spurning hvort að einhver treysti sér að gefa út kallinn.

Að lokum sorgarfréttir fyrir Star Wars aðdáendur sem er allt alvöru fólk er auðvitað en Kenny Baker sem lék R2 - D2 í fyrstu þremur myndunum lést um helgina 81 árs að aldri

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.