Púlsinn

Púlsinn 11. ágúst

Tuborg, Norr 11, Dominos & 10-11 kynna Hina árlegu Menningarnæturtónleikar X977 sem fara fram í portinu á bakvið Bar 11 á Hverfisgötu 18. Líkt og undanfarin ár verður boðið upp á einvalalið tónlistarfólks. Á meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum í ár verða: HAM Emmsjé Gauti Úlfur Úlfur Júníus Meyvant Dimma Gísli Pálmi Fufanu Síðustu ár hefur portið verið stappfullt af áhorfendum sem einnig hafa þurft að koma sér fyrir í bílastæðahúsinu gegnt sviðinu þegar að portið hefur fyllst. Að sjálfsögðu er aðgangur á tónleikana ókeypis og allir eru velkomnir.

Helgin næsta verður ansi safarík í tónleikahaldi í höfuðstaðnum. Hinn frábæri tónleikastaður Nasa hefur stimplað sig inn að nýju og ætlar Quarashi að trylla lýðinn á föstudagskvöldið. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar í bænum í 5 ár. Í kvöld verða Agent Fresco á svæðinu eftir brilliant upphitun fyrir Muse á dögunum. Á föstudagskvöldið verða Agent Fresco svo á græna hattinum á Akureyri og þar er skyldumæting fyrir þau ykkar sem að verðið fyrir norðan. Forsala á græna er á miði.is. Þetta verða síðustu tónleikar Agent Fresco á Íslandi fyrir væntanlegan evróputúr.

Á dögunum voru kynntar niðurstöður úr könnun varðandi kaupendur á vínylplötum . Eru það helst einmana miðaldra menn sem kaupa vínylplötur. Það er samt mjög cool að safna vínylplötum. 66% vínylgeggjara komast ekki í gegnum daginn án þess að hlusta á tónlist 


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Straumur

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.