Púlsinn

Púlsinn 10. ágúst

Hver elskar ekki teiknimyndir?? Sausage Party er teiknimynd sem er bönnuð innan 16 og er helfyndin. Myndin verður forsýnd í Smárabíó í kvöld kl 20:00. Við erum með opna miða til að gefa heppnum hlustendum. Hlustið og þér gætuð hlotið!


Tuborg, Norr 11, Dominos & 10-11 kynna Hina árlegu Menningarnæturtónleikar X977 sem fara fram í portinu á bakvið Bar 11 á Hverfisgötu 18. Líkt og undanfarin ár verður boðið upp á einvalalið tónlistarfólks. Á meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum í ár verða: HAM Emmsjé Gauti Úlfur Úlfur Júníus Meyvant Dimma Gísli Pálmi Fufanu Síðustu ár hefur portið verið stappfullt af áhorfendum sem einnig hafa þurft að koma sér fyrir í bílastæðahúsinu gegnt sviðinu þegar að portið hefur fyllst. Að sjálfsögðu er aðgangur á tónleikana ókeypis og allir eru velkomnir.

Helgin næsta verður ansi safarík í tónleikahaldi í höfuðstaðnum. Hinn frábæri tónleikastaður Nasa hefur stimplað sig inn að nýju og ætlar Quarashi að trylla lýðinn á föstudagskvöldið. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar í bænum í 5 ár. Annaðkvöld verða Agent Fresco á svæðinu eftir brilliant upphitun fyrir Muse á dögunum. Á föstudagskvöldið verða Agent Fresco svo á græna hattinum á Akureyri og þar er skyldumæting fyrir þau ykkar sem að verðið fyrir norðan. Forsala á græna er á miði.is. Þetta verða síðustu tónleikar Agent Fresco á Íslandi fyrir væntanlegan evróputúr.

Bjóræðið er víða og nú keppast hljómsveitir við að gera sinn eigin bjór. Trooper þeirra Iron Maiden manna selst eins og lummurnar heitu. New Order ætla að stökkva á þennan vagn og gera bjór undir nafni sveitarinnar. Bjórinn heitir Stray Dog í höfuðið á samnefndu lagi sveitarinnar sem kom út á plötunni Music Complete árið 2015


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.