Púlsinn

Púlsinn 8. ágúst

Hinir árlegu Menningarnæturtónleikar X977 og Bar 11 fara fram í portinu á bakvið Bar 11 á Hverfisgötu 18. Líkt og undanfarin ár verður boðið upp á einvalalið tónlistarfólks. Á meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum í ár verða: HAM Emmsjé Gauti Úlfur Úlfur Júníus Meyvant Dimma Gísli Pálmi Fufanu Síðustu ár hefur portið verið stappfullt af áhorfendum sem einnig hafa þurft að koma sér fyrir í bílastæðahúsinu gegnt sviðinu þegar að portið hefur fyllst. Að sjálfsögðu er aðgangur á tónleikana ókeypis og allir eru velkomnir.


Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Rival Consoles, Sindra7000, Thee Oh Sees, Angel Olsen, Jerry Folk og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977. 

Nú á dögunum voru tónleikar sem er alger synd að hafa misst af. Hljómsveitin hefur starfað í áratugi en þó var þetta í fyrsta sinn sem að sveitin lék á tónleikum. Dr. Teeth and the Electric Mayem eða húsband prúðuleikarana hélt tónleika í San Franscisco og gerði allt vitlaust. Sveitin lék m.a Home þeirra Edward Sharpe And The Magnetic Zeros


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.