Púlsinn

Púlsinn 13. júní

Platan A/B með Kaleo kom út fyrir helgi og er óhætt að segja að platan hafi farið vel af stað. Platan er komin á topp alternative lista víða um heiminn t,d í Kanada, Grikklandi, Írlandi, Lúxemborg, Nýja Sjálandi, Ísrael, Líbanon og Sviss. Platan er í öðru sæti í Suður Afríku og Rússlandi segir á nútíminn.is. Platan situr í efsta sæti Itunes Alternative listans í USA. Frábær árangur hjá Kaleo.


Hróarskelduleikur Xins, Tuborg og Wow air er í fullum gangi. Þegar að þú heyrir í Hróarskeldubandi dagsins þá hringir þú í 5170977 og reynir að vera nr 5 í röðinni og þú gætir nælt þér í ferð fyrir tvo á Roskilde festival. Við drögum út á fimmtudaginn. Tame Impala er hróarskelduband dagsins.

Thom Yorke er byrjaður að hita upp fyrir tónleika Radiohead á Íslandi en sveitin spilar á Secret Solstice núna á föstudagskvöldið. Yorke tróð upp í garðveislu hjá nágranna sínum í Oxford núna um helgina einn með kassagítarinn. Spilaði hann í hálftíma og tók m.a No Surprises, Street Spirit og Reckoner.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.