Púlsinn

Púlsinn 26. maí

Hróarskelduleikur Xins, Tuborg og Wow air er í fullum gangi. Þegar að þú heyrir í Hróarskeldubandi dagsins þá hringir þú í 5170977 og reynir að vera nr 5 í röðinni og þú gætir nælt þér í ferð fyrir tvo á Roskilde festival. Tame Impala eru Hróarskelduband dagsins.


Það er mikið um að vera hjá Vök þessa dagana en sveitin gaf nýlega út lagið Waiting og fylgdu þau útgáfunni eftir með sinni fyrstu tónleikaferð um Evrópu þar sem þau komu fram á 24 tónleikum í 9 löndum á rúmum mánuði. Sumarið mun Vök nýta í upptökur á sinni fyrstu breiðskífu auk þess að spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í Evrópu. 10 júní verða Vök á græna hattinum á Akureyri ásamt Ceasetone og þið sem eruð eða verðið fyrir norðan verðið að mæta.

The Strokes munu senda frá sér nýtt lag núna í dag. Er það fyrsta nýja lagið sem að sveitin sendir frá sér í 3 ár. Julian Casablancas mun sjálfur frumflytja lagið í splunkunýjum útvarpsþætti sínum á Sirius XMU. Við bíðum spennt.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkur