Púlsinn

Púlsinn 18. maí

Það virðist vera að vakna líf í herbúðum Rage Against The Machine. Ný heimasíða, Prophets Of Rage er komin í loftið með niðurtalningu sem endar 1. júní. Hashtaggið #takethepowerback er á síðunni sem er einmitt nafn á lagi af fyrstu plötu Rage. Prophets Of Rage er svo aftur nafn á lagi Public Enemy en Chuck D úr þeirri goðsagnakenndu sveit hefur verið duglegur að deila tónleikaupptökum með Rage á Twitter undanfarið. Spurningin er hvort að þessar mögnuðu sveitir ætla að túra saman.

Anthony Kiedis úr Red Hot Chili Peppers var fluttur á sjúkrahús um heildina og var svo greindur með einhverskonar iðrakveisu. Trommarinn Chad Smith segir að Kiedis sé á batavegi og verði giggklár um næstu helgi. Það verður brjálað að gera hjá bandinu í sumar. Ný plata, The Getaway kemur út 17. júní og tónleikaferðalag um Ameríku og Evrópu.

Þungarokksveitin DIMMA mun koma fram á tvennum tónleikum á Húrra laugardaginn 21. Maí. 

Um er að ræða tónleika fyrir alla aldurshópa kl 17 (miðaverð kr 1000 og frítt fyrir undir 6 ára) en sveitin mun stíga aftur á svið kl 23 (kr 2500). Forsala er á tix.is.

DIMMA er að hefja vinnu við nýja hljómplötu og mun leggja tónleikahald á hilluna að mestu á næstu mánuðum til að einbeita sér að því verkefni. Þetta er því í síðasta skipti sem tækifæri gefst á að sjá bandið á svona tónleikum um nokkurt sinn.Um þessar mundir berst Gulli Falk, einn magnaðasti málmgítarleikari þjóðarinnar, við erfitt krabbamein. DIMMA hefur ákveðið að allur ágóði tónleikana verði notaður til að hvetja Gulla áfram í baráttunni og létta undir með honum og fjölskyldu hans. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.