Púlsinn

Púlsinn 11. maí

Hljómsveitin Quarashi er komin aftur á kreik en sveitin kom síðast saman á þjóðhátíð árið 2014. Quarashi ætla að endurtaka leikinn í dalnum í sumar. Nýtt lag og myndband við lagið er sömuleiðis á leiðinni. Lagið og myndbandið koma út 18. maí.

Þungarokksveitin DIMMA mun koma fram á tvennum tónleikum á Húrra laugardaginn 21. Maí. 

Um er að ræða tónleika fyrir alla aldurshópa kl 17 (miðaverð kr 1000 og frítt fyrir undir 6 ára) en sveitin mun stíga aftur á svið kl 23 (kr 2500). Forsala er á tix.is.

DIMMA er að hefja vinnu við nýja hljómplötu og mun leggja tónleikahald á hilluna að mestu á næstu mánuðum til að einbeita sér að því verkefni. Þetta er því í síðasta skipti sem tækifæri gefst á að sjá bandið á svona tónleikum um nokkurt sinn.Um þessar mundir berst Gulli Falk, einn magnaðasti málmgítarleikari þjóðarinnar, við erfitt krabbamein. DIMMA hefur ákveðið að allur ágóði tónleikana verði notaður til að hvetja Gulla áfram í baráttunni og létta undir með honum og fjölskyldu hans. 

Pepsi max listinn fer í loftið kl 18:00 hér á Xinu. 20 vinsælustu lög vikunnar valin af hlustendum í gegnum hlustendaráðið á x977.is. Brakandi fersk könnun er lent í pósthólfum hlustenda sem eru nú þegar skráðir í hlustendaráðið. Skráið ykkur í hlustendaráðið á x977.is og hafið áhrif á það hvaða tónlist og hvernig hljómar á X-977

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.