Púlsinn

Púlsinn 10. maí

Dularfull sítrónuveggspjöld hafa verið sett upp um gjörvalla Manchesterborg. Þykir þetta benda til þess að ný smáskífa sé á leiðinni frá The Stone Roses eins og slúðrað hefur verið um. Yrði þetta fyrsta útgáfa sveitarinnar síðan 1996.

Aðdáandi Eagles Of Death Metal lenti í því óskemmtilega atviki að eyrað var bitið af honum á tónleikum sveitarinnar í Toronto um helgina. Það voru víst slagsmál á milli tveggja einstaklinga sem enduðu á þessu.Tónleikagestur tók upp eyrað og var það geymt ´á ís þangað til að sjúkraflutningamenn komu. Ekki fylgir sögunni hvort að hægt var að sauma eyrað á aftur.

Þungarokksveitin DIMMA mun koma fram á tvennum tónleikum á Húrra laugardaginn 21. Maí. 

Um er að ræða tónleika fyrir alla aldurshópa kl 17 (miðaverð kr 1000 og frítt fyrir undir 6 ára) en sveitin mun stíga aftur á svið kl 23 (kr 2500). Forsala er á tix.is.

DIMMA er að hefja vinnu við nýja hljómplötu og mun leggja tónleikahald á hilluna að mestu á næstu mánuðum til að einbeita sér að því verkefni. Þetta er því í síðasta skipti sem tækifæri gefst á að sjá bandið á svona tónleikum um nokkurt sinn.Um þessar mundir berst Gulli Falk, einn magnaðasti málmgítarleikari þjóðarinnar, við erfitt krabbamein. DIMMA hefur ákveðið að allur ágóði tónleikana verði notaður til að hvetja Gulla áfram í baráttunni og létta undir með honum og fjölskyldu hans. 


Sérstakir gestir á seinni tónleikunum er rokksveitin Nykur en sveitin sú hefur nýverið sent frá sér sína aðra plötu er nefnist Nykur II. Nykur mun stíga á svið kl 22. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.