Púlsinn

Púlsinn 26. apríl

X977 og Tuborg bjóða þér að taka þátt í Hrósakeldu Pub qusi fimmtudagin 5.maí á Dönsku kránni
X maðurinn Ómar Úlfur sér um Pub Qusið sem byrjar stundvísilega kl 20 og sér um að allt fari rétt fram.
Glæsilegir vinningar fyrir 3 efstu sætin, 1 sætið fær  2 aðgöngu miða á Hróskeldu(ath: ekki flug innifalið)
Ekki láta þig vanta á þetta magnaða  kvöld  á Dönsku Kránni með X977 og Tuborg.


Tónlistarstyrktarsjóður á vegum Kex. 1.000.000. Umsóknarfrestur til 15. maí.
Starfsfólk KEX Hostels og Kexlands er afar þakklátt fyrir að fá að fylgjast með á hliðarlínunni og sjá íslenska tónlist dafna hérlendis sem og á erlendri grundu.
Til þess að ítreka þakklæti sitt til íslensks tónlistarfólks hefur KEX Hostel stofnað KEX Ferðasjóð sem mun hafa að leiðarljósi að styrkja ungt tónlistarfólk til útrásar og styðja við bakið á þeim í tónleikaferðum.

Þungarokksveitin DIMMA mun koma fram á tvennum tónleikum á Húrra laugardaginn 21. Maí. 

Um er að ræða tónleika fyrir alla aldurshópa kl 17 (miðaverð kr 1000 og frítt fyrir undir 6 ára) en sveitin mun stíga aftur á svið kl 23 (kr 2500). Forsala er á tix.is.

DIMMA er að hefja vinnu við nýja hljómplötu og mun leggja tónleikahald á hilluna að mestu á næstu mánuðum til að einbeita sér að því verkefni. Þetta er því í síðasta skipti sem tækifæri gefst á að sjá bandið á svona tónleikum um nokkurt sinn.Um þessar mundir berst Gulli Falk, einn magnaðasti málmgítarleikari þjóðarinnar, við erfitt krabbamein. DIMMA hefur ákveðið að allur ágóði tónleikana verði notaður til að hvetja Gulla áfram í baráttunni og létta undir með honum og fjölskyldu hans. 


Sérstakir gestir á seinni tónleikunum er rokksveitin Nykur en sveitin sú hefur nýverið sent frá sér sína aðra plötu er nefnist Nykur II. Nykur mun stíga á svið kl 22. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkur



Vinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.