Púlsinn

Púlsinn 19. apríl

Pearl Jam er nýjasta sveitin sem hefur hætt við tónleika í Norður Karólínufylki. Umdeild og fordómafull löggjöf var samþykkt á dögunum sem skyldar fólk til að nota salerni eftir kyni sem er neikvætt t,d fyrir transfólk. Bossinn sjálfur Bruce Springsteen reið á vaðið og hætti við tónleika sína í fylkinu og hafa margir listamenn gert hið sama.

Jack White er að reyna að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Nú hefur kappinn fjárfest í hafnaboltakylfu fyrirtæki. White er annállaður hafnaboltaáhugamaður og vill auka áhugann á sportinu og hreifst að eigin sögn af hönnun og styrkleika kylfanna. Jack White heldur semsagt áfram að gera það sem að honum langar til sem er til eftirbreytni

Noel Gallagher og Richard Ashcroft halda áfram að gæla hvor við annan í gegnum fjölmiðla. Ashcroft, sem alla tíð hefur verið viss um eigið ágæti, segir að að það sé í raun fáránlegt og hann og Noel hafi ekki gert tónlist saman. Noel sem frábær lagahöfundur og hann sjálfur sem stórkostlegur textasmiður og melódíuhöfundur. Gallagher sjálfur hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á Verve frontmanninum og Oasis lagið Cast No Shadow er m.a samið um Ashcroft.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.