Púlsinn

Púlsinn 15 aprílHljómsveitin Agent Fresco heldur stórtónleika í Gamla Bíó föstudagskvöldið 15. apríl ásamt Axel Flóvent og Soffíu Björg.

Undanfarnir mánuðir hafa verið draumi líkastir hjá meðlimum Agent Fresco en eftir að plata þeirra Destrier kom út síðasta ágúst hefur hljómsveitin haft í nógu að snúast. Eftir uppselda útgáfutónleika í Hörpu og frábærar viðtökur á Iceland Airwaves hátíðinni fóru strákarnir í mánaðarlanga tónleikaferð um Evrópu þar sem þeim var einstaklega vel tekið. Miðasala á miði.is

Einn af drónum hljómsveitarinnar Muse bilaði á tónleikum þeirra í London á dögunum. Dróninn átti að fljúga yfir leikvanginn en hann hrapaði á höfuð tónleikagesta. Engan sakaði en rótarar Muse voru nokkuð lengi að finna drónann og koma honum út. Spurning um að mæta með hjálm í höllina?

Hljómsveitin NOISE fagnar útgáfu Echoes, fjórðu breiðskífu sinnar, með útgáfutónleikum í Tjarnarbíói laugardaginn 7. maí. 

Hljóðheimur Echoes er órafmagnaður og fékk hljómsveitin strengjasveit Mark Lanegan til liðs við sig í nokkrum lögum. Á útgáfutónleikunum mun NOISE spila nýju plötuna í heild sinni.

NOISE ættu flestir að þekkja en bandið hefur verið starfandi frá árinu 2001. Hljómsveitin hefur gefið út þrjár plötur og átt fjölda laga á vinsældarlistum hérlendis sem og erlendis.

NOISE hafa verið iðnir við spilamennsku erlendis undanfarin ár og farið í fjölda tónleikaferða um Bretland og Evrópu. Undanfarin misseri hefur hljómsveitin byggt upp sitt eigið hljóðver og unnið að gerð nýrrar tónlistar sem lítur nú dagsins ljós á plötunni Echoes.
Miðaverð: 2.500 kr. Tónleikarnir byrja kl. 21 en húsið opnar kl. 20.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.