Púlsinn

Púlsinn 11. apríl

Hljómsveitin Hormónar úr Garðabæ kom, sá og sigraði í Músíktilraunum í ár. Hórmónar er hljómsveit sem samanstendur af 5 vinum sem allir hafa áhuga á list og vildi víkka sjóndeildarhring sinn með því að stíga út fyrir þægindarammann að því er segir á heimasíðu keppninnar.
Hljómsveitina skipa Urður Bergsson, Örn Gauti Jóhannsson, Brynhildur Karlsdóttir, Katrín Guðbjartsdóttir og Hjalti Torfason en þau eru öll á 21. aldursári.

Þá var Indiefold hljómsveitin Wayward valin hljómsveit fólksins.

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni M83, Yumi Zouma, Porches, DJ Shadow, Woods og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

Líkt og kunnugt er leika meðlimir íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men örlítið hlutverk í sjöttu seríu Game of Thrones sem frumsýnd verður í lok apríl. Í gær fengu helstu stjörnur og aðstandendur þáttanna forsmekk að herlegheitunum þegar haldin var sérstök heimsfrumsýning á fyrsta þætti seríunnar. Þar voru meðlimir Of Monsters and Men mættir.

Þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragnar Þórhallson og Brynjar Leifsson voru svartklædd á rauða dreglinum sem í þetta sinn var reyndar grár. Þau voru í góðum félagsskap í Los Angeles í gær enda voru helstu stjörnur þáttanna mættar á frumsýninguna, má þar nefna Emilia Clarke (Daenerys Targaryen), Peter Dinklage (Tyrion Lannister), Nikolaj Coster-Waldau (Jaime Lannister) en athygli vakti að Kit Harrington sem leikur Jon Snow var hvergi sjáanlegur segir á vísi.is

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.