Púlsinn

Púlsinn 7. apríl

Snjóbretta- og Tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 7.–10. apríl á Akureyri.  
Hátíðin er haldin Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar nánar tiltekið í  Gilinu og Sjallanum. Hápunktur AK Extreme verður Big Jump/Gámastökks keppni Eimskips í gilinu á laugardagskvöldinu kl: 21.00 en þar koma saman færustu snjóbrettamenn Íslands ásamt erlendum keppendum þar sem að þeir keppa um AK Extreme titilinn og hringinn.
Það er boðið uppá mjög öfluga tónleikadagskrá í Sjallanum fimmtudaginn 7.  föstudaginn 8. og laugardaginn 9. apríl  þar koma fram:  
 Agent Fresco, Gísli Pálmi , Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, dj Flugvél og geimskip, Kött Grá Pjé, Sturla Atlas, Auður, GKR, Aron Can.     
Miðasala á tónlistarviðburði AK Extreme fer fram á tix.is ,  Verslun Eymundsson Akureyri og verslunum Mohawks Kringlunni og 
Wacken Metal Battle er handan við hornið og undirbúningur í hámæli. 6 bönd spila til að komast á Wacken í sumar og Dimma og In The Company of Men spila sem gestasveitir, þar sem Dimma loka kvöldinu með heljarinnar showi. Tónleikarnir verða föstudaginn 8. apríl í Hlégarði í Mosó, því frábæra tónleikahúsi.

Keppnin hefur aldrei verið eins stór og núna.  Það mæta 10 erlendir dómarar og glæsileg verðlaun í boði.  Dómarar hitta svo böndin og gefa góð ráð og "coaching" ef þörf er á. Miðla af reynslu sinni.


Ekki vera fáviti. X-977 og Boli ætla að bjóða heppnum hlustendum á Eistnaflug í sumar. Sendu póst á x977@x977.is eða hringdu í 5170977 milli 12- 16og tilnefndu einhvern sem ekki er fáviti. Ómar velur svo vinningshafa á hverjum föstudegi í apríl sem fær miða á Eistnaflug. X-977, Boli og Eistnaflug - erum ekki fávitar..

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.