Púlsinn

Púlsinn 6. apríl

Nú fyrir stundu sendi Roskilde Festival út tilkynningu með öllum þeim flytjendum sem koma fram á hátíðinni í ár.
Þar á meðal var Júníus Meyvant tilkynntur, en hann kemur fram á fimmtudeginum í Pavilion tjaldinu. Hann er því eini íslenski flytjandinn sem kemur fram á hátíðinni eftir að hún er formlega hafin á miðvikudeginum.

Framundan hjá Júníusi Meyvant er hans fyrsta breiðskífa sem verður tilkynnt á allra næstu dögum, létt spilamennska hér heima og úti en í haust verður mikið um tónleikaferðalög.

Aðrir flytjendur sem voru tilkynntir í dag með lokadagskránni eru Neil Young, Grimes, Santigold og fleiri.

X-Sýning á Hardcore Henry fimmtudaginn 7 apríl í Laugarásbío klukkan 22:25

Hardcore Henry er rússíbanareið sögð í fyrstu persónu sem fengið hefur hörkudóma og þykir stíll hennar heldur frumlegur. Myndin gerist öll á einum degi í Moskvu í Rússlandi og segir frá Henry, hálfum manni og hálfu vélmenni sem þarf að bjarga eiginkonu sinni og skapara úr klóm illmennis sem getur fært til hluti með hugarorkunni. Fljótlega áttar Henry sig til fulls á mögnuðum hæfileikum sínum og svífst hann einskis til þess að bjarga sinni heittelskuðu áður en það verður um seinan. Fylgist vel með á X-977 og náið ykkur í miða!Ekki vera fáviti. X-977 og Boli ætla að bjóða heppnum hlustendum á Eistnaflug í sumar. Sendu póst á x977@x977.is eða hringdu í 5170977 milli 12- 16og tilnefndu einhvern sem ekki er fáviti. Ómar velur svo vinningshafa á hverjum föstudegi í apríl sem fær miða á Eistnaflug. X-977, Boli og Eistnaflug - erum ekki fávitar..

Plötufyrirtækið Warner hefur stofnað Twitter reikning í nafni hljómsveitarinnar The Smiths sem að fyrrum meðlimir sveitarinnar hljóta að hafa samþykkt. Talið er að reikningurinn verði notaður til en kynna m.a endurútgáfur á plötum The Smiths og fyrir kynningarstarf. Fjölmargir aðdáendur telja þó að þetta gæti verið vísir að einhverju meira enda hefur aukin og breytt virkni á samfélagsmiðlum verið fyrirboði endukomu sveita eins og The Stone Roses og Guns & Roses.

Beck Hansen mun leika á nokkrum tónleikum á Bretlandseyjum í sumar. Túrinn er settur upp í kringum tónleika hans á hinni virtu Glastonbury hátíð. Beck hefur unnið að nýrri plötu síðan að Mourning Phase kom út 2014 og hefur hann sagt að platan sé blanda af hráu rokki og danstónlist. Enginn útgáfudagur er klár en Dreams singullinn kom út í júní og því löngu komin tími á nýtt efni frá þessum mikla meistara.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.