Púlsinn

Púlsinn 22. mars

Rappsveitin Quarashi mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár.

Sveitin átti eftirminnilega endurkomu á hátíðinni árið 2014 og endurtekur nú leikinn en á sviðinu verða upprunalegir meðlimir sveitarinnar, þeir Sölvi Blöndal, Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted og Ómar Hauksson, auk þess sem Egill Thorarensen, gjarnan kallaður Tiny, mun einnig stíga á svið en hann gekk til liðs við Quarashi þegar Höskuldur yfirgaf sveitina árið 2002 segir á vísir.is

Smirnoff kynnir í samstarfi við Albumm.is og Xið 977 risa tónleika á Sjallanum, Akureyri dagana 1. Og 2. Apríl.  Á  Iceland Winter Games
Á föstudeginum er það Reggae tónlistin sem ræður ríkjum en það er hljómsveitin Hjálmar og Reykjavík soundsystem sem sjá um stuðið . fyrstu 200 fá drykk í boði hússins!
Laugardagurinn verður þétt skipaður en það er landslið danstónlistarinnar sem kemur fram: Exos, Biggi Veira/GusGus, Dj Margeir og Thor frá Thule Records! 
Miðaverð 2900 á stakt kvöld – 4900 á bæði kvöldin , miðar seldir á Tix.is, í Mohawks kringlunni og á Glerártorgi  Akureyri  !

Eins og púlsinn greindi frá um daginn þá eru Red Hot Chili Peppers að vinna í nýrri plötu. Danger Mouse sjálfur hefur stjórnað upptökunum og nú birti sveitin nýverið mynd af töframanninum Nigel Goodrich sem hefur mikið unnið með Radiohead. Þetta verður spennandi plata.


Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkur