Púlsinn

Púlsinn 22. mars

Rappsveitin Quarashi mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár.

Sveitin átti eftirminnilega endurkomu á hátíðinni árið 2014 og endurtekur nú leikinn en á sviðinu verða upprunalegir meðlimir sveitarinnar, þeir Sölvi Blöndal, Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted og Ómar Hauksson, auk þess sem Egill Thorarensen, gjarnan kallaður Tiny, mun einnig stíga á svið en hann gekk til liðs við Quarashi þegar Höskuldur yfirgaf sveitina árið 2002 segir á vísir.is

Smirnoff kynnir í samstarfi við Albumm.is og Xið 977 risa tónleika á Sjallanum, Akureyri dagana 1. Og 2. Apríl.  Á  Iceland Winter Games
Á föstudeginum er það Reggae tónlistin sem ræður ríkjum en það er hljómsveitin Hjálmar og Reykjavík soundsystem sem sjá um stuðið . fyrstu 200 fá drykk í boði hússins!
Laugardagurinn verður þétt skipaður en það er landslið danstónlistarinnar sem kemur fram: Exos, Biggi Veira/GusGus, Dj Margeir og Thor frá Thule Records! 
Miðaverð 2900 á stakt kvöld – 4900 á bæði kvöldin , miðar seldir á Tix.is, í Mohawks kringlunni og á Glerártorgi  Akureyri  !

Eins og púlsinn greindi frá um daginn þá eru Red Hot Chili Peppers að vinna í nýrri plötu. Danger Mouse sjálfur hefur stjórnað upptökunum og nú birti sveitin nýverið mynd af töframanninum Nigel Goodrich sem hefur mikið unnið með Radiohead. Þetta verður spennandi plata.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Straumur

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.