Púlsinn

Púlsinn 21. mars

Gítarleikarinn Jim Ward verður ekki með í endurkomu At The Drive In. Ward vissi ekkert um væntanlega tónleika sveitarinnar þegar að tilkynnt var um endurkomuna og þetta var staðfest í fréttatilkynningu um helgina. Þykir mörgum aðdáendum þetta heldur súrt þar sem að hljómur Ward er eitt að einkennum At The Drive In sem hefur endurkomutúrinn í Dublin undir lok þessa mánaðar en sveitin lék seinast saman árið 2012.

Axl Rose rakst á Guns And Roses aðdáanda í Atlanta um helgina og var hinn almennilegasti. Axl spjallaði lengi við aðdáandann og sat fyrir á sjálfu sem hann er vanalega ekki hrifinn af. Hann staðfesti í þessu spjalli að Guns And Roses munu ekki bara koma fram á Coachella heldur ætlar bandið að túra um heiminn.

Lögreglan í Seattle hefur birt myndir af byssunni sem að Kurt Cobain skaut sig með árið 1994. Byssan hefur verið í vörslu lögreglunnar síðan að rannsókn málsins fór fram. Ekki er vitað afhverju myndirnar birtast núna en lögreglan í Seattle hefur ekki tjáð sig nánar um málið.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.