Púlsinn

Púlsinn 14. mars

The Stone Roses munu að öllum líkindum gefa út sína þriðju plötu nú í sumar en seinasta plata kom út fyrir 22 árum. Þeir verða ansi duglegir við tónleikahald núna í sumar og þykir líklegt að platan komi út á vormánuðum.

Hljómsveitin TUNGL er að halda sína fyrstu tónleika næstkomandi miðvikudag (16.mars).

Nánar tiltekið á staðnum Húrra.

Það verður mikið lagt í þetta en þarna verða flutt lög af komandi plötu sem er í vinnslu þessa dagana.

Mannskapurinn á sviðinu er ekki af verri endanum.

Bjarni Sigurðarson (Mínus) er á gítar, Frosti Gringo (Klink, Legend, Esja) er á trommum, Þorbjörn Sigurðsson (Dr.Spock, Ensími og fleira) er á gítar og hljómborðum,

Elís Pétursson (Leaves, Jeff Who) er á bassa, ég, Birgir Ísleifur (Motion Boys) syng og spila á Wurly.  Orri Dýrason (Sigurrós) sér um slagverk.

Og síðast en ekki síst eru Unnur Birna Björnsdóttir og Rósa Guðrún Sveinsdóttir í bakröddum.

Árni Vil úr FM Belfast hitar síðan upp með lög af komandi sóló plötu.

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Frankie Cosmos, Rostam, Lindstrøm, Andy Shauf, Sofi Tukker og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977. 


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Straumur

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.