Púlsinn

Púlsinn 11. mars

Miðasala er hafin á tónleika Ensími og 200.000 naglbíta á Gauknum þann 14. apríl. Miðasala er inná tix.is. Daginn eftir verða sveitirnar hjá Hauk á Græna hattinum fyrir norðan og hægt er að nálgast miða á græna hattinum.

Nú styttist í alþjóðlega plötubúðadaginn en hann verður haldin hátíðlegur laugardaginn 16. apríl. Fjöldi listamanna ætlar sem fyrr að gefa út sérútgáfur í tilfefni dagsins. Foals munu senda frá sér efni og frá David Bowie fáum við 2 sérútgáfur. Interpol tilkynntu svo í gær að þeir myndu senda frá sér endurhljóðblandaða El Pintor sem er nýjasta plata sveitarinnar.

Marvel halda áfram að dæla út ofurhetjumyndum og nú styttist í Captain America - Civil War sem tekur upp þráðinn síðan í The Avengers - The Age Of Ultron. Myndin er sú lengsta sem að Marvel hefur gefið út og ný stríðnistikla var sýnd í vikunni og það verður að viðurkennast að púlsinn er spenntur fyrir þessari.

Púlsinn minnir á kynngimagnaða helgardagskrá X-977. Glymskrattinn í kvöld. Glefsur úr Harmageddon vikunnar í fyrramálið milli 9-12. Fótbolti.net milli 12-14. Ómar Úlfur verður í loftinu milli 14-17 og loks partý zone frá 22-00. Endurfluttur pepsi max listi hefst svo á sunnudagskvöldið kl 20


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.