Púlsinn

Púlsinn 7. mars

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Kendrick Lamar, Poliça, M83, Health, Flume og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977. 

Stephen Carpenter gítarleikari Deftones var frekar áhugalaus við gerð nýju plötunnar segir Chino Moreno forsprakki sveitarinnar. Nýjasta plata Deftones heitir Gore og vildi Carpenter hafa hana þyngri. Chino hrósar honum þó fyrir fagmennskuna, að hafa mætt og gert sitt en bætir því við að öll séum við á mismunandi stað í hausnum hverju sinni og að Carpenter sé gríðar mikilvægur hluti af Deftones sem spila á Secret Solstice hátíðinni sem verður haldin í Laugardalnum 17-19. júní næstkomandi.

Josh Homme var í viðtali á dögunum og hrósaði Iggy Pop í hástert. Þeir félagar eru að fara að senda frá sér plötuna Post Pop Depression átjánda þessa mánaðar. Homme segir að Iggy sé einn af þessum sönnu sem að séu alvöru og að hann hafi aldrei fengið þá virðingu sem að hann á skilið. Púlsinn segir bara amen á eftir efninu.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.