Púlsinn

Púlsinn 26. febrúar

Breska hljómsveitin Muse mun halda tónleika í Nýju Laugardalshöllinni þann 6. ágúst.

Sveitin hélt tónleika í höllinni þann 10. desember árið 2003 en Muse hefur í áraraðir verið ein vinsælasta rokksveit heims.

Miðasala á tónleikana hefst þann 8. mars en nánar verður tilkynnt um útfærslu hennar eftir helgi segir á vísi.is.

Á morgun, laugardaginn 27. febrúar verður heljarinnar veisla á Gauknum þegar hafnfirska þungarokkssveitin Alchemia heldur upp á útgáfu sinnar þriðju breiðskífu, Lunatic Lullabies. Hljómsveitin mun leika plötuna í heild sinni, auk eldri slagara. At Breakpoint sjá um upphitun.
Fjörið hefst á slaginu 23:00 og verður platan til sölu á sérstöku kynningartilboði.


Chino Moreno söngvari Deftones hefur deilt þeim lögum með púlsinum sem hafa haft áhrif á hann. Hann segist snemma hafa orðið Emo og fyrsta lagið sem að hann segist hafa elskað er Do You Really Want To Hurt Me með Culture Club. Lagið sem að hann segist óskað að hafa samið er bláa  platan með Weezer í heild sinni. Hann segist vera með lög Justin Bieber á heilanum vegna þess að þau þurfi hann að hlusta á þegar að hann keyrir dætur sínar í skólann. Hann segist jafnframt ekki þola Coldplay, það sé ekki arða af tilfinningu í lögum þeirra. Próper maður hann Chino.

Grafík gítargoðið Rúnar Þórisson verður með tónleika í kvöld á Græna hattinum ásamt hljómsveit. Rúnar ætlar að renna í lög af sólóferli sínum og gamlar Grafíkperlur fá sömuleiðis að hljóma. Það eru engir aukvisar sem skipa sveitina en ryþmaparið Guðni Finnson og Arnar Gíslason eru með sem hafa gert garðinn frægan m.a með Mugison og Ensími. Birkir Rafn Gíslason gítarleikari Himbrima mun sömuleiðis strjúka strengi. Það er skyldumæting á þetta gigg. Miðasala er við hurð.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.