Púlsinn

Púlsinn 25. febrúar

Brit verðlaunin voru afhent í gær með bæði pompi og prakt sömuleiðis. Tame Impala hlaut verðlaun sem besta alþjóðlega sveitin. Catfish And The Bottlemen fengu breakthrough act verðlaun sem að ég kann ekki að þýða. Auðvitað var Björk okkar valin besta alþjóðlega söngkonan og skyldi m.a Lönu Del Rey og poppkjútípæið Meghan Trainor eftir í ryki. Lorde vakti gríðarlega athygli á hátíðinni en hún tók Life On Mars með Bowie og hljómsveitin hans spilaði undir og hún nelgdi það stelpan.

Corey Taylor úr Slipknot hefur ýjað að því að hann sé jafnvel að hætta í sveitinni. Kappinn er orðinn 44 ára og er greinilega orðinn frekar þreyttur á tónleikaferðum um heiminn. Taylor segir að þá að hann hætti í Slipknot muni hann ekki hætta að búa til tónlist, það sé í blóðinu.

Tame Impala er ein stærsta óháða sveitin í rokkinu í dag og Kevin Parker og félagar hafa ætíð farið eigin leiðir. Nú hafa þeir opnað á möguleikann að vinna með Rihönnu en poppdívan tekur einmitt lag eftir þá á nýjustu plötunni sinni. Forvitnilegt ef af verður.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.