Púlsinn

Púlsinn 12. febrúar

Þann ellefta mars næstkomandi kemur út platan You & I sem inniheldur 10 áður óheyrð lög með Jeff Buckley. Ábreiður með Led Zeppelin, Bob Dylan og The Smiths má heyra á plötunni ásamt frumsömdum lögum. Í gær var ábreiða Buckley á Smiths laginu I Know It´s Over gefin út og er stórkostleg eins og Buckley var von og vísa.

Kelly Osbourne, dóttir Ozzy, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum þegar að leðurblaka réðst á hana og endaði slaginn með því að leysa saur á höfuð hennar. Kelly hafði húmor fyrir þessu og sagði leðurblökuna hafa farið mannavillt, hún hafi ætlað að ráðast á föður hennar. Ozzy beit eftirminnilega hausinn af lifandi leðurblöku á sviði árið 1982 og telur Kelly að hefna hafi átt fyrir það.

Púlsinn minnir á kyngimagnaða helgadagskrá X-977 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.