Púlsinn

Púlsinn 9. febrúar

X-977 kynnir Deadpool. Fyrrum sérsveitarmaðurinn Wade Wilson gengst undir tilraunakennda læknismeðferð sem gefur honum ofurkrafta. Myndin er ekki þessi klassíska ofurhetjumynd og skipar húmorinn stóran sess í þessari nýjustu afurð Marvel. Ryan Reynolds fer á kostum í hlutverki Deadpool. Fylgstu vel með á Xinu alla vikuna og þú gætir nælt þér í miða á þessa stórskemmtilegu mynd.


Coldplay komu fram í hálfleik Super Bowl eins og frægt er orðið og stefnir platan þeirra A Head Full Of Dreams beint á toppinn í kjölfarið. Poppstrumpurinn Bruno Mars og Beyonce komu sömuleiðis fram. Chris Marin var klár með lag sem að Beyonce átti að flytja með þeim en henni fannst lagið agalegt og ekkert varð því úr flutningnum. Fyrir nokkrum árum ætlaði Coldplay að fá David Bowie til að syngja lag með sér en ekkert varð úr því þar sem að Bowie fílaði ekki lagið. Spurning hvort að þetta sé sama lagið?

The Shins hafa verið í hljóðveri undanfarið en seinasta plata þeirra Port Of Morrow kom út 2012. Birtar hafa verið myndir og myndbönd úr hljóðverinu á samfélagsmiðlum og greinilegt að vel liggur á James Mercer og félögum. Vonandi fáum við bara nýja Shins plötu á næstunni. 

Tuborg léttöl ætlar að gefa heppnum hlustendum X-977 miða á Sónar Reykjavík en hátíðin hefst í Hörpu 18. þessa mánaðar.  Fólk er hvatt til að fylgjast með og reyna að komast í Sónar pottinn. Við drögum svo út heppna aðila á föstudaginn kemur


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.