Púlsinn

Púlsinn 8. febrúar 2016

X-977 kynnir Deadpool. Fyrrum sérsveitarmaðurinn Wade Wilson gengst undir tilraunakennda læknismeðferð sem gefur honum ofurkrafta. Myndin er ekki þessi klassíska ofurhetjumynd og skipar húmorinn stóran sess í þessari nýjustu afurð Marvel. Ryan Reynolds fer á kostum í hlutverki Deadpool. Fylgstu vel með á Xinu alla næstu viku og þú gætir nælt þér í miða á þessa stórskemmtilegu mynd.

Martin gítarfyrirtækið hefur heitið því að lána aldrei gítar í kvikmyndir framar. Kurt Russell eyðilagði nefnilega ómetanlegan Martin gítar frá 1890 í einu atriða The Hateful Eight. Það stóð til að Russell myndi rústa eftirlíkingu en það gleymdist að skipta á milli takna. Leikkonan Jennifer Jason Leigh sem leikur á móti Russel í umræddu atriði vissi að orginal gítarinn væri enn í höndum Russell og eru viðbrögð hennar notuð í myndinni.

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Wild Nothing, Cullen Omori, Yuck, Junior Boys og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.