Púlsinn

Púlsinn 3. febrúar

Plata vikunnar á X-977 er fyrsta plata hljómsveitarinnar Himbrimi sem er samnefnd sveitinni. Himbrimi hefur vakið verðskuldaða athygli á Xinu með lögum eins og Waiting og Tearing. Hlustið og reynið að næla ykkur í eintak.

Það er vandlifað í rokkinu. Wes Scanlin forsprakki Puddle Of Mudd rauk af sviði á dögunum eftir að hafa hraunað yfir mann í áhorfendaskaranum sem á að hafa stolið húsinu hans. Scanlin virðist í veseni með sjálfan sig og hefur m.a verið handtekinn tvisvar seinasta mánuðinn.

Hljómsveitin Skunk Anansie er ekki dauð úr öllum æðum. Sveitin hélt tvenna risatónleika hér á landi fyrir þónokkrum árum en hætti síðan störfum. Þau komu síðan saman árið 2009 og munu m.a spila á tónlistarhátíð í Króatíu í sumar með Florence and  The Machine og PJ Harvey. Seinasta plata sveitarinnar Anarchytecture kom út í janúar.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.