Púlsinn

Púlsinn 1. febrúar

HVAÐA SVEIT VERÐUR FULLTRÚI ÍSLANDS Á WACKEN OPEN AIR Í SUMAR?
 
- Opnað hefur verið fyrir skráningu í Wacken Metal Battle 2016.
 
Tónlistarhátíðina WACKEN OPEN AIR í Norður-Þýskalandi þarf varla lengur að kynna fyrir íslenskum rokkurum enda er hátíðin ein sú stærsta og virtasta í þungarokkinu.
 
Á hverju ári stendur Wacken fyrir hljómsveitakeppninni W:O:A METAL BATTLE og verður hún haldin í sjöunda sinn á Íslandi í ár. 5 sveitir keppa um stóra hnossið: Að komast á Wacken Open Air að spila og taka þátt í lokakeppninni þar sem til margs er að vinna.
 
Sérstök dómnefnd, skipuð bæði innlendum sem erlendum aðilum, sér um að velja sigurvegarann hér á landi og eins og von er og venja verður fjöldanum öllum af erlendum gestum, blaðamönnum, tónlistarfólki og öðru mektarfólki boðið til landsins. 
 
Er ljóst að hér verður öllu tjaldað til. Viðburðinn hefur verið með flottari viðburðum í þungarokkinu á klakanum síðustu ár en reynslan sýnir að þátttökusveitirnar eiga sín allra bestu gigg í þessari keppni, enda mikið í húfi. 
 
SKILYRÐI TIL ÞÁTTTÖKU
* Bandið þitt er ekki með hljómplötusamning og er ekki á leiðinni að skrifa undir slíkan alveg á næstu mánuðum.
* Bandið þitt getur auðveldlega spilað 30 mínútna sett af frumsömdu efni.
* Bandið þitt spilar þungarokk. Wacken er þungarokksfestival sem rúmar svo gott sem allar gerðir af þungarokki, allt frá hard rokki yfir í argasta dauðarokk, og því er keppnin opin fyrir öllum undirstefnum þungarokksins. 
* Sigurvegari síðustu undankeppni getur ekki sótt um aftur fyrr en eftir ár.
* Sveitir sem hafa tekið þátt áður en unnu ekki mega taka þátt aftur og eru hiklaust hvattar til þess.
 
HVERNIG SÆKIR MAÐUR UM?
Þær sveitir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu skrá sig með því að senda kynningarpakka á netfangið thorokol@gmail.com. Þær samþykkja um leið reglur keppninnar sem má finna á www.metal-battle.com.


Hlustendaverðlaunin voru afhent með pompi og pragt í Háskólabíó á föstudagskvöldið. Hápunktar hátíðarinnar voru nokkrir. Dimma hlaut verðlaun sem flytjandi ársins og hljómsveitin Fufanu vakti athygli fyrir kynngimagnaðan tónlistarflutning


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.