Púlsinn

29. janúar

Það verður þrusuhelgi eins og vanalega á græna hattinum um helgina. System of A Down heiðursveitin ætlar að trylla lýðinn á föstudagskvöldið. Sveitin gerði allt vitlaust á Gauknum um daginn og aðdáendur System Of A Down verða að upplifa þetta. Á laugardagskvöldið er það skagfirska sveiflurappsveitin Úlfur Úlfur sem heimsækir Hauk á græna.

Damon Albarn hefur gert remix af lagi Fufanu, Ballerina In The Rain. Fufanu hafa hitað bæði fyrir Albarn og Blur og Kaktus Einarsson vann að sólóplötu Albarn Everyday Robots. Remixið má heyra á fésbókarsíðu Xins.

Matt Beringer úr The National hefur tjáð sig um næstu plötu sveitarinnar. Hann segir að það sé ætlun sveitarinnar að umbreyta tónlistinni og gera eitthvað sem að þeir hafi aldrei gert áður. Sjötta plata The National, Trouble Will Find Me, kom út 2013.


Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Ómar Úlfur
  • 16:00 - 18:00Akraborgin
  • 18:00 - 20:00Kronik
  • 20:00 - 22:00Orri Freyr
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkur