Púlsinn

Púlsinn 28. janúar

Tónlistarhátíðin Secret Solstice sendir frá sér stærstu tilkynningu í sögu hátíðarinnar síðan hún var stofnuð árið 2014. Stærsta tónlistaratriði hátíðarinnar verður breska rokksveitin Radiohead.
Í heildina hafa 32 ný nöfn bæst í raðir tónlistarmanna sem stíga á svið í júní. Meðal þeirra eru Radiohead, Afrika Bambaataa, Róisín Murphy, Kelela og Action Bronson en meðal íslenskra má telja Bang Gang, Mammút, Rix, Faces Of Walls og fleiri. 

Nú þegar hafa verið tilkynnt 93 tónlistaratriði með ennþá fleiri á leiðinni sem tilkynnt verða á næstu mánuðum fyrir hátíðina.

Secret Solstice fer fram þriðja árið í röð á milli 17. og 19. júní næstkomandi í Laugardalnum. Hátíðin dregur nafn sitt af sumar sólstöðunum sem eiga sér stað sömu helgi og státar sig af þriggja daga dagsbirtu, gestum hátíðarinnar til mikillar gleði.


Það verður þrusuhelgi eins og vanalega á græna hattinum um helgina. System of A Down heiðursveitin ætlar að trylla lýðinn á föstudagskvöldið. Sveitin gerði allt vitlaust á Gauknum um daginn og aðdáendur System Of A Down verða að upplifa þetta. Á laugardagskvöldið er það skagfirska sveiflurappsveitin Úlfur Úlfur sem heimsækir Hauk á græna.


Hljómsveitirnar Foals og Disclousure verða aðalnúmerin á Reading/Leeds hátíðunum í sumar. Bæði þessi atriði hafa staðið sig gríðarlega vel undanfarin ár og eru þessvegna komin í bílstjórasætið á næstu hátíð.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.