Púlsinn

Púlsinn 19. janúar

Þungarokksveitin DIMMA mun halda sannkallaða þungarokksveislu í Gamla bíói föstudaginn 22. janúar. 
Sérstakir gestir verða brennheitu brjálæðingarnir í Kontinuum en einnig mun Dj Kiddi Rokk leika þungar perlur rokksögunnar á milli atriða. 

Miðaverð : 2.900.- og er miðasala á midi.is, húsið opnar kl 20:00.
Kontinuum mun fara á svið kl 21:30 og DIMMA fylgir svo í kjölfarið.

Hlustendaverðlaunin 2016 verða afhent í Háskólabíó 29. janúar. Hvað fannst þér skara frammúr í íslenskri tónlist á árinu 2015?  Farðu inná x977.is, skoðaðu tilnefningarnar og kjóstu!

Þær halda áfram að kveðja okkur gömlu rokkstjörnurnar en Glenn Frey annar aðallaghöfundur The Eagles lést í gær 67 ára. Banameinið er það sama og hjá fleiri stjörnum í janúarmánuði, krabbamein.

Þessa vikuna erum við að gefa miða á stórmyndina The Revenant með Leonardo DiCaprio og Tom Hardy í aðalhlutverkum. Myndin hlaut Golden Globe sem besta myndin og DiCaprio fékk sömu verðlaun fyrir besta leik. The Revenant er sömuleiðis tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna. Hlustið og þér munuð hljóta. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.