Púlsinn

Púlsinn 19. janúar

Þungarokksveitin DIMMA mun halda sannkallaða þungarokksveislu í Gamla bíói föstudaginn 22. janúar. 
Sérstakir gestir verða brennheitu brjálæðingarnir í Kontinuum en einnig mun Dj Kiddi Rokk leika þungar perlur rokksögunnar á milli atriða. 

Miðaverð : 2.900.- og er miðasala á midi.is, húsið opnar kl 20:00.
Kontinuum mun fara á svið kl 21:30 og DIMMA fylgir svo í kjölfarið.

Hlustendaverðlaunin 2016 verða afhent í Háskólabíó 29. janúar. Hvað fannst þér skara frammúr í íslenskri tónlist á árinu 2015?  Farðu inná x977.is, skoðaðu tilnefningarnar og kjóstu!

Þær halda áfram að kveðja okkur gömlu rokkstjörnurnar en Glenn Frey annar aðallaghöfundur The Eagles lést í gær 67 ára. Banameinið er það sama og hjá fleiri stjörnum í janúarmánuði, krabbamein.

Þessa vikuna erum við að gefa miða á stórmyndina The Revenant með Leonardo DiCaprio og Tom Hardy í aðalhlutverkum. Myndin hlaut Golden Globe sem besta myndin og DiCaprio fékk sömu verðlaun fyrir besta leik. The Revenant er sömuleiðis tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna. Hlustið og þér munuð hljóta. 

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkur